Hjá Foreldrahúsi bjóðum við uppá víðtæka þjónustu fyrir alla fjölskylduna.

Foreldrasamtökin Vímulaus æska eru landssamtök, formlega stofnuð í Háskólabíói 20. september 1986. Samtökin reka Foreldrahús sem var stofnað 1999 og er nú til húsa að Suðurlandsbraut 50, bláu húsin í Skeifunni í Reykjavík.

Hjá okkur starfa vímuefna- og fjölskyldufræðingar, listmeðferðafræðingur og uppeldis- og sálfræðiráðgjafi.

Foreldrasíminn

​Þegar daglegri starfsemi lýkur tekur Foreldrasíminn 581-1799 við. Hann er opinn allan sólarhringinn og hefur verið það sleitulaust frá stofnun samtakanna árið 1986. Fagaðili er ávallt á vaktinni og veitir foreldrum ráðgjöf og stuðning.

Fréttir og tilkynningar

Auglýsingar fyrir námskeiðin okkar

Þriggja vikna námskeið fyrir foreldra sem eiga börn/unglinga í fikti og neyslu. Byrjar núna þriðjudaginn 29.9.2020, námskeiðið er frá kl. 20.00-21.30. Verð fyrir einstakling 15.000, verð fyrir par 25.000. Guðrún Björg Ágústsdóttir áfengis og vímuefnaráðgjafi og Guðrún...

read more

Styrktarlínur Foreldrahúss

Leggðu þitt af mörkum
– Öll framlög skipta máli

Lítil framlög sem stór sýna þann hug sem landsmenn bera til Foreldrahúss og samtakanna og þeirrar þjónustu sem þau veita og hafa veitt í gegnum árin.

Styrkja má Foreldrahús með greiðslukorti hér á vefnum eða leggja inn á reikning þeirra:

Kennitala: 560586–1329
Reikningur: 0101–26–7468

Við þökkum kærlega fyrir þitt framlag!

Af hverju?

Samtökin eru yfir 30 ára gömul og búa yfir mikilli reynslu og þekkingu. Í Foreldrahúsi er boðið er uppá vímuefnaráðgjöf, fjölskylduráðgjöf og uppeldis – og sálfræðiþjónustu, foreldrahópar, sjálfstyrking fyrir foreldra og örnámskeið. Ásamt fræðslu fyrir foreldra og fagfólk.

Veldu styrktarmöguleika

Stjórn Foreldrahúss

Sigríður Þrúður Stefánsdóttir
Formaður stjórnar

Guðlaug Unnur Þorsteinsdóttir
Gjaldkeri

Þórunn S. Eiðsdóttir
Ritari

Sighvatur Jónsson
Meðstjórnandi

Sigrún Vatnsdal Bjarnadóttir
Meðstjórnandi