Hjá Foreldrahúsi bjóðum við uppá víðtæka þjónustu fyrir alla fjölskylduna.

Foreldrasamtökin Vímulaus æska eru landssamtök, formlega stofnuð í Háskólabíói 20. september 1986. Samtökin reka Foreldrahús sem var stofnað 1999 og er nú til húsa að Suðurlandsbraut 50, bláu húsin í Skeifunni í Reykjavík.

Hjá okkur starfa vímuefna- og fjölskyldufræðingar, listmeðferðafræðingur og uppeldis- og sálfræðiráðgjafi.

Foreldrasíminn

​Þegar daglegri starfsemi lýkur tekur Foreldrasíminn 581-1799 við. Hann er opinn allan sólarhringinn og hefur verið það sleitulaust frá stofnun samtakanna árið 1986. Fagaðili er ávallt á vaktinni og veitir foreldrum ráðgjöf og stuðning.

Fréttir og tilkynningar

Ásmundur Einar heimsækir Foreldrahús

Ásmundur Einar heimsækir Foreldrahús

Sérstaklega góður fundur í Foreldrahúsi með Ásmundi Einari Daðasyni félags – og barnamálaráðherra. Á fundinum var m.a. rætt um aðkomu og samþættingu þjónustu okkar í þriðja geiranum út frá frumvarpi um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna. Framsýni og áræðni...

read more

Aðalfundur

Aðalfundur verður haldinn 06.05.2021 kl. 17.00 í Foreldrahúsi Suðurlandsbraut 50.

read more
Breytingar á stjórn

Breytingar á stjórn

Hér meðfylgjandi er mynd af fráfarandi stjórnarformanni Sigríði Þrúði Stefánsdóttur ásamt nýrri stjórn Foreldrahúss, en stjórnina skipa nú Guðlaug Unnur Þorsteinsdóttir, Steinunn Ketilsdóttir og Sighvatur Jónsson, og varamaður er Rafn Jónsson og undirrituð er einnig...

read more

Leggðu þitt af mörkum
– Öll framlög skipta máli

Lítil framlög sem stór sýna þann hug sem landsmenn bera til Foreldrahúss og samtakanna og þeirrar þjónustu sem þau veita og hafa veitt í gegnum árin.

Styrkja má Foreldrahús með greiðslukorti hér á vefnum eða leggja inn á reikning þeirra:

Kennitala: 560586–1329
Reikningur: 0101–26–7468

Við þökkum kærlega fyrir þitt framlag!

Af hverju?

Samtökin eru yfir 30 ára gömul og búa yfir mikilli reynslu og þekkingu. Í Foreldrahúsi er boðið er uppá vímuefnaráðgjöf, fjölskylduráðgjöf og uppeldis – og sálfræðiþjónustu, foreldrahópar, sjálfstyrking fyrir foreldra og örnámskeið. Ásamt fræðslu fyrir foreldra og fagfólk.

Veldu styrktarmöguleika

Stjórn Foreldrahúss

Steinunn Ketilsdóttir
Formaður stjórnar

Guðlaug Unnur Þorsteinsdóttir
Gjaldkeri

Sighvatur Jónsson
Ritari

Rafn M. Jónsson
Varamaður