Hjá Foreldrahúsi bjóðum við uppá víðtæka þjónustu fyrir alla fjölskylduna.

Foreldrasamtökin Vímulaus æska eru landssamtök, formlega stofnuð í Háskólabíói 20. september 1986. Samtökin reka Foreldrahús sem var stofnað 1999 og er nú til húsa að Suðurlandsbraut 50, bláu húsin í Skeifunni í Reykjavík.

Hjá okkur starfa vímuefna- og fjölskyldufræðingar, listmeðferðafræðingur og uppeldis- og sálfræðiráðgjafi.

NÁMSKEIÐ OG STUÐNINGSHÓPUR FYRIR FORELDRA OG FORRÁÐAMENN UNGMENNA Í NEYSLU

Foreldrahús mun bjóða upp á  námskeiðs-og stuðningshóp fyrir foreldra og forráðamenn ungmenna í fikti og eða neyslu vímuefna. Námskeiðið verður haldið þrjá laugardagsmorgna frá kl.10-13 og fer fram í húsnæði Foreldrahúss að Suðurlandsbraut 50. Námskeiðið  verður haldið laugardagana 7.10,  14.10 og 21.10.

Markmið námskeiðinsins er að veita aðstandendum ungmennna í neyslu tækifæri til að hitta aðra í svipuðum sporum, vinna úr erfðum tilfinningum og styrkja foreldra og forráðamenn í uppeldishlutverkinu.

Unnið verður út frá hugmyndafræði listmeðferðar  og lausnamiðaðrar nálgunnar.

Námskeiðshaldarar Birna Matthíasdóttir listmeðferðarfræðingur og Guðrún Ágústsdóttir áfengis-og vímuefnaráðgjafi.

Verð fyrir einstakling: 50.000 kr. Verð fyrir par: 70.000 kr.
Skráningar fara fram á foreldrahus@foreldrahus.is eða í síma 511-6160

Foreldrasíminn

​Þegar daglegri starfsemi lýkur tekur Foreldrasíminn 581-1799 við. Hann er opinn allan sólarhringinn og hefur verið það sleitulaust frá stofnun samtakanna árið 1986. Fagaðili er ávallt á vaktinni og veitir foreldrum ráðgjöf og stuðning.

Fréttir og tilkynningar

ÖRNÁMSKEIÐ FYRIR FORELDRA Unglinga í fikti og neyslu

ÖRNÁMSKEIÐ FYRIR FORELDRA Unglinga í fikti og neyslu

Námskeið er fyrir foreldra sem eiga unglinga í fikti og neyslu, námskeiðið er þrjú skipti, fræðsla, ráð og listmeðferð.Guðrún Björg Ágústsdóttir áfengis-og vímuefnaráðgjafi og Birna Matthíasdóttir listmeðferðafræðingur eru meðumsjón. Námskeiðið er á laugardagsmorgnum...

read more
Ásmundur Einar heimsækir Foreldrahús

Ásmundur Einar heimsækir Foreldrahús

Sérstaklega góður fundur í Foreldrahúsi með Ásmundi Einari Daðasyni félags – og barnamálaráðherra. Á fundinum var m.a. rætt um aðkomu og samþættingu þjónustu okkar í þriðja geiranum út frá frumvarpi um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna. Framsýni og áræðni...

read more

Leggðu þitt af mörkum
– Öll framlög skipta máli

Lítil framlög sem stór sýna þann hug sem landsmenn bera til Foreldrahúss og samtakanna og þeirrar þjónustu sem þau veita og hafa veitt í gegnum árin.

Styrkja má Foreldrahús með greiðslukorti hér á vefnum eða leggja inn á reikning okkar:

Kennitala: 550621-0530
Reikningur: 0133-26-003485

Við þökkum kærlega fyrir þitt framlag!

Af hverju?

Samtökin eru yfir 30 ára gömul og búa yfir mikilli reynslu og þekkingu. Í Foreldrahúsi er boðið er uppá vímuefnaráðgjöf, fjölskylduráðgjöf og uppeldis – og sálfræðiþjónustu, foreldrahópar, sjálfstyrking fyrir foreldra og örnámskeið. Ásamt fræðslu fyrir foreldra og fagfólk.

Styrktu gott málefni og fáðu skattaafslátt í leiðinni

Stjórn Foreldrahúss

 

Guðlaug Unnur Þorsteinsdóttir, aðalmaður
gudlaug2[hjá]gmail.com

Rafn Jónsson, aðalmaður
rafnmj[hjá]gmail.com
Steinunn Hrafnsdóttir, aðalmaður

steinhra[hjá]hi.is