Styrktu gott málefni og fáðu skattaafslátt í leiðinni

18.01.2022

Frá og með 1. nóvember 2021 eiga einstaklingar og fyrirtæki rétt á skattaafslætti frá skattskyldum tekjum vegna gjafa og framlaga til almannaheillafélaga. 

Nýju lögin koma okkur í Foreldrahúsi vel sem og velunnurum okkar.  Skattaafsláttur á við þegar einstaklingar styrkja Foreldrahús og þetta á einnig við um einstaka styrki eða gjafir og mánaðarlega styrki Velunnara.

 Leggðu okkur lið og nýttu þér skattaafsláttinn í leiðinni

Fyrirtæki geta fengið skattaafslátt sem nemur allt að 1,5% af tekjuskattsstofni á almanaksári. 

Sem dæmi: Fyrirtæki sem styrkir Foreldrahús um 1 milljón lækkar tekjuskattinn sinn um 200 þúsund krónur. Fyrirtækið greiðir þannig í raun 800 þúsund fyrir 1 milljóna styrk til félagsins.

Einstaklingar geta fengið skattaafslátt ef styrkupphæð er frá 10.000 til 350 þúsund króna. Styrkurinn kemur til lækkunar útsvars- og tekjuskattsstofns á almanaksári.

Sem dæmi: Einstaklingur sem greiðir 20 þúsund króna styrk til Foreldrahúss fær skattafslátt að fjárhæð 7.600 krónur og greiðir þannig í raun 12.400 fyrir 20 þúsund króna styrkt til félagins1.

Við vekjum athygli á að frádráttur er ekki millifæranlegur á milli hjóna og sambúðarfólks en hann getur verið alls 700.000 krónur, en það ber að halda framlögum hvers einstaklings aðgreindum.

Stuðningur þinn er okkur mikilvægur því starfsemi Foreldrahúss byggir á stuðningi einstaklinga og fyrirtækja. Eftir styrkveitingu kemur Foreldrahús upplýsingum um styrki til Skattsins, sem kemur skattaafslætti til skila til þín.

Styrkja Foreldrahús