Ásmundur Einar heimsækir Foreldrahús

04.05.2021

Sérstaklega góður fundur í Foreldrahúsi með Ásmundi Einari Daðasyni félags – og barnamálaráðherra.

Á fundinum var m.a. rætt um aðkomu og samþættingu þjónustu okkar í þriðja geiranum út frá frumvarpi um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna.

Framsýni og áræðni Ásmundar við málefni barna og fjölskyldna eru aðdánunarverð. Við í Foreldrahúsi fögnum frumvarpinu og þökkum Ásmundi kærlega fyrir góðan fund.