Starfsfólk

Hjá okkur starfar fagmenntað fólk með víðtæka reynslu af starfi með unglingum með áhættuhegðun og neysluvanda.

 

Anna Rakel Aðalsteinsdóttir

Anna Rakel Aðalsteinsdóttir

Fjölskyldufræðingur

Anna Rakel er fjölskyldufræðingur að mennt og sáttamiðlari.

Anna Rakel hefur unnið með börnum og unglingum á annan áratug m.a. í samvinnu við barnaverndarnefndir sveitafélaga. Hún hefur jafnframt sinnt forvarnarvinnu, kennslu og komið að endurmenntun fagfólks í grunnskólum og tekur að sér handleiðslu grunnskólakennara.

Anna Rakel sér um fjölskyldumeðferðarvinnu hjá Foreldrahúsi ásamt því að sjá um námskeið fyrir börn og unglinga. Fjölskyldumeðferð er fjölbreytt og gagnreynt úrræði þar sem unnið er einstaklinga innan fjölskyldu sem eiga í hvers kyns vanda. Áhersla er lögð á að vandi barns/unglings hafi áhrif á fjölskylduna í heild sinni og unnið er út frá velferð barna og unglinga. Anna Rakel sinnir fjölskyldum, pörum og einstaklingum sem vilja bæta og efla samskiptin og leysa úr tilfinningavanda sem upp hefur komið.

Anna Rakel er meðlimur í Félagi fagfólks í fjölskyldumeðferð (FFFÍ) og fagdeild sáttamiðlara innan Sáttar, félags um sáttamiðlun.

annarakel@foreldrahus.is

Berglind Gunnarsdóttir

Berglind Gunnarsdóttir

Cand .Pæd. Psych – Framkvæmdastjóri

Berglind Gunnarsdóttir Strandberg hefur lokið Cand.Pæd.Psych. gráðu frá Danmarks Pædagogiske Universitet árið 2006 ásamt diplóma í hugrænni atferlismeðferð. Berglind hefur áralanga reynslu af því að vinna með börnum og unglingum á grunnskólaaldri vegna persónulegs eða félagslegs vanda, ásamt því að veita foreldrum og fagfólki ráðgjöf og stuðning. Berglind var stjórnarformaður Vímulausrar æsku-Foreldrahúss frá 2015-2018. Berglind starfaði sem sáttamaður og sérfræðingur í málefnum barna hjá Sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu frá 2016-2018. Hún tók við framkvæmdastjórn Foreldrahúss um áramótin 2018/2019.

berglind@foreldrahus.is

Birna Matthíasdóttir

Birna Matthíasdóttir

Listmeðferðarfræðingur

Birna Matthíasdóttir útskrifaðist sem listmeðferðarfræðingur árið 1998 frá Queen Margaret University, Edinborg, Skotlandi. Hún er einnig með M.A. gráðu í listum frá Southampton University, Southampton, Englandi. Birna hefur áratuga reynslu af því að vinna meðferðastarf með börnum og unglingum með tilfinninga-, hegðunar- og, félagslegan vanda. Hún hefur unnið sjálfstætt á eigin stofu, innan skólakerfisins og inn á stofnunum þar sem hún hefur bæði unnið með einstaklingum og hópum. Undanfarin 12 ár hefur hún unnið sem listmeðferðarfræðingur á átröskunardeild Landspítalans, fullorðinsgeðsviði, þar sem hún vann með einstaklingum og hópum. Hluti af þeirri vinnu var að vinna með aðstandendum bæði í fræðsluhópum fyrir aðstandendur og í fjölskyldumeðferð.

birna@foreldrahus.is

Rúna Ágústsdóttir

Rúna Ágústsdóttir

Fjölskylduráðgjöf

Rúna er socialpedagog frá Gautaborg frá árinu 1989. Hún nam áfengis og vímuefnaráðgjöf hjá SÁÁ 1998, einnig nam hún vímuefnaráðgjöf hjá Ráðgjafaskóla Íslands árið 2010.

Hún starfaði hjá Gautaborgarborg á árnum 1987-1995, sem áfengsiráðgjafi, fósturforeldri og meðferðaraðili hjá Barna-og unglingageðdeild Gautarborgarspítala (BUP).

Eftir heimkomu frá Svíþjóð starfaði hún hjá SÁÁ, Götusmiðjunni við meðferð fyrir unglinga með vímuefnavanda, Nýrri leið sem einnig var meðferðarúrræði fyrir unglinga með áhættuhegðun og að síðustu hjá Hlaðgerðakoti. Hún hefur stýrt foreldrahópum hjá Foreldrahúsi síðan 2011, hún hefur verið í fullu starfi hjá Foreldrahúsi árið 2013.

runa@foreldrahus.is