Starfsfólk
Hjá okkur starfar fagmenntað fólk með víðtæka reynslu af starfi með unglingum með áhættuhegðun og neysluvanda.
Anna Rakel Aðalsteinsdóttir
Fjölskyldufræðingur
Anna Rakel útskrifaðist sem kennari frá KHÍ árið 2008 og sem fjölskyldufræðingur frá EHÍ 2018. Hún hefur unnið með börnum og fjölskyldum um árabil ásamt því að halda námskeið fyrir börn, foreldra og fagfólk.
Berglind Gunnarsdóttir
Cand .Pæd. Psych – Framkvæmdastjóri
Berglind Gunnarsdóttir Strandberg hefur lokið Cand.Pæd.Psych. gráðu frá Danmarks Pædagogiske Universitet árið 2006 ásamt diplóma í hugrænni atferlismeðferð. Berglind hefur áralanga reynslu af því að vinna með börnum og unglingum á grunnskólaaldri vegna persónulegs eða félagslegs vanda, ásamt því að veita foreldrum og fagfólki ráðgjöf og stuðning. Berglind var stjórnarformaður Vímulausrar æsku-Foreldrahúss frá 2015-2018. Berglind starfaði sem sáttamaður og sérfræðingur í málefnum barna hjá Sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu frá 2016-2018. Hún tók við framkvæmdastjórn Foreldrahúss um áramótin 2018/2019.
Birna Matthíasdóttir
Listmeðferðarfræðingur
Guðrún B. Ágústsdóttir
Fjölskylduráðgjöf
Rúna er ICADC ráðgjafi með menntun og áratuga reynslu af vinnu við áfengis- og vímuefnameðferð á meðferðarstofnunum í Svíðþjóð og á Íslandi.