Starfsemi

Starfsemi Foreldrahússins skiptist í fræðslu, forvarnir og ráðgjöf. ​

Í Foreldrahúsi er í boði fyrir foreldra fjölskylduráðgjöf, foreldrahópar, sjálfstyrkingarnámskeið bæði fyrir foreldra sem og börn og unglinga. Einnig stuðningsmeðferð fyrir unglinga í fikti, neyslu og vímuefnavanda. Foreldrahús sinnir einnig ráðgjöf vegna fjölbreyttari vanda bæði barna unglinga og fjölskyldunna í heild sinni. Má þar nefna einelti, félagslega erfiðleika, vanlíðan, kvíða og hegðunarvanda og einnig uppeldisráðgjöf og námskeið fyrir foreldra, sem vilja styrkja sig í uppeldishlutverkinu. ​

Foreldrahús hefur staðið að fyrirlestrum víðsvegar um landið í samstarfi við foreldrafélög, skóla, félagasamtök og sveitarfélög. ​

Foreldrahús er opið alla virka daga frá 9.00 – 16.00 en aðra tíma sólarhringsins og um helgar er Foreldrasíminn 581-1799 opinn.

Samtökin hafa frá upphafi verið öflug í útgáfu fræðslu- og fréttaefnis og hafa gefið út bæði tímarit og forvarnarbæklinga auk fræðsluefnis á geisladiskum og myndböndum. Heimasíða samtakanna www.foreldrahus.is hefur verið starfrækt síðan 1997 auk þess sem Facebook síða er opin öllum. ​