VERA

VERA er heildstætt langtíma meðferðaúrræði fyrir unglinga í fikti og neyslu. Hægt er að koma beint af götunni án tilvísana, þá ríkir nafnleynd fyrir þá sem eru í úrræðinu.

Tímalengd úrræðisins er 3 til 12 mánuðir allt eftir þörfum hvers og eins. Unnið er jafnt með unglingi og foreldrum. Foreldrar og unglingur mæta reglulega í viðtöl yfir tímann og einnig á námskeið, fyrir foreldra og einnig fyrir unglinga. Í upphafi meðferðar skrifa bæði foreldrar og unglingar undir skuldbindingu í úrræðið.

Ef foreldrar koma beint til okkar greiða þau fyrir meðferðina og er þá jafnframt nafnleynd. Þegar um samstarf við barnavernd og félagsþjónustu Reykjavíkur er að ræða, koma foreldrar og unglingur með tilvísun og er þá þjónustan styrkt af Reykjavíkurborg. Þá er jafnframt skráð um skjólstæðinga sem og foreldrar skrifa undir upplýst samþykki um samstarf á milli Foreldrahúss og barnaverndar og félagsþjónustu Reykjavíkur.

Áfengis- og vímuefnaráðgjöf

Viðtal hjá áfengis- og vímuefnaráðgjafa við bæði foreldra og unglinga vegna fikts og neyslu. Foreldrar eru mikilvægur hlekkur í forvörnum og reynast vera þeir sem mest áhrif hafa á velferð barna sinna, einkum þegar reynir á. Vímuefnaráðgjöfin styður við foreldra og leitast við að styðja þá og styrkja. Í ráðgjöfinni er leitast við að styðja og styrkja foreldra í foreldrahlutverkinu á erfiðum tíma.

Sálfræðiráðgjöf

Boðið er upp á sálfræðiráðgjöf fyrir unglinga í vanda og fjölskyldur þeirra. Meðal þess vanda sem unnið er með er kvíði, vanlíðan, depurð, samskiptavandi, hegðunarvandi og áhættuhegðun.

Fjölskylduráðgjöf

Í fjölskylduráðgjöfinni starfa fjölskylduráðgjafar. Aðaláhersla þeirra er samskiptavandi, hegðunarerfiðleikar, áhættuhegðun, pararáðgjöf, skilnaðarráðgjöf.

Námskeið fyrir foreldra

Örnámskeið er fyrir foreldra sem eiga unglinga í fikti og neyslu, námskeiðið er þrjú skipti, fræðsla og ráð.

Sjálfstyrking fyrir foreldra, á þessu námskeiði er verið að valdefla foreldra og styðja þá í uppeldishlutverkinu. Námskeiðið er fyrir foreldra sem eiga börn og unglinga með áhættuhegðun, samskiptavanda og þá sem vilja styrkja sig í uppeldishlutverkinu. Á námskeiðinu er unnið út frá “solution focused therapy”. Námskeiðið er í 5 vikur.

Námskeið fyrir börn og unglinga

Sjálfstyrkingarnámskeiðið “Allt fínt” stendur í 10 vikur.

Fræðsla fyrir fagfólk og foreldra

Forvarnarfyrirlestrar í grunn- og framhaldsskólum, tveir tímar í senn.

Námskeið í seiglu fyrir fagfólk, dagsnámskeið.

Foreldrahópar

Foreldrahópar annan hvern miðvikudag á milli 17:30 og 19:00.

Pistlar, podcast, myndskeið

Efni kemur síðar