Styrkja starfsemi Foreldrahúss

Með því að gerast styrktaraðili styður þú við starf Foreldrahúss við að:

  • efla forvarnir með þátttöku og stuðningi allra foreldra í landinu
  • vinna að viðhorfsbreytingu í samfélaginu gegn umburðarlyndi gagnvart unglingadrykkju og neyslu annarra vímuefna
  • styðja og efla foreldra sem eiga börn í vanda
  • tryggja hagsmunagæslu þegar unnið er að málefnum foreldra og barna
  • miðla stuðningi milli foreldra í svipaðri aðstöðu
  • bjóða upp á faglega fjölskylduráðgjöf og viðtöl gegn lágmarksgjaldi
  • beita sér opinberlega fyrir úrbótum í vímuefnamálum ungmenna

Styrktaraðilar sem velja að styrkja Foreldrahús með mánaðarlegri greiðslu geta hætt því hvenær sem er með því að senda okkur tölvupóst á foreldrahus@foreldrahus.is.

Greiðslur fara fram í gegnum örugga greiðslugátt Borgunar og eru engar persónuupplýsingar vistaðar hér á vefnum.

Auk millifærslu er tekið við eftirfarandi greiðslumátum:

Mastercard, Maestro, Visa og Visa Electron