Ráðgjöf
Fyrir fjölskyldur í vanda í meira en 30 ár
Vímulaus æska (VÆ) stofnaði Foreldrahús árið 1999 en kjarnastarfsemi þess skiptist í fræðslu, forvarnir og ráðgjöf.
Þar er starfrækt fjölskylduráðgjöf, foreldrahópar og foreldranámskeið, sjálfstyrkingarnámskeið fyrir börn og unglinga og stuðningsmeðferð fyrir ungmenni í vímuefnavanda.
Utan opnunartíma tekur Foreldrasíminn 581-1799 við þar sem fagaðili veitir foreldrum ráðgjöf og stuðning en Foreldrasíminn hefur verið opinn linnulaust frá stofnun VÆ árið 1986.
Skrifstofan er opin kl. 9:00 – 16:00 alla virka daga og er hægt er að panta viðtal hjá ráðgjafa Foreldrahúss í síma 511 6160 eða senda fyrirspurn á netfangið radgjof@foreldrahus.is
Af hverju Foreldrahús?
- Til þess að efla forvarnir með þátttöku og stuðningi allra foreldra í landinu
- Til þess að vinna að viðhorfsbreytingu í samfélaginu gegn umburðarlyndi gagnvart unglingadrykkju og neyslu annarra vímuefna
- Til þess að styðja og efla foreldra sem eiga börn í vanda
- Til þess að tryggja hagsmunagæslu þegar unnið er að málefnum foreldra og barna
- Til þess að miðla stuðningi milli foreldra í svipaðri aðstöðu
- Til þess að bjóða upp á faglega fjölskylduráðgjöf og viðtöl gegn lágmarksgjaldi
- Til þess að beita sér opinberlega fyrir úrbótum í vímuefnamálum ungmenna
Markmiðin okkar eru:
- Til þess að efla forvarnir með þátttöku og stuðningi allra foreldra í landinu
- Til þess að vinna að viðhorfsbreytingu í samfélaginu gegn umburðarlyndi gagnvart unglingadrykkju og neyslu annarra vímuefna
- Til þess að styðja og efla foreldra sem eiga börn í vanda
- Til þess að tryggja hagsmunagæslu þegar unnið er að málefnum foreldra og barna
- Til þess að miðla stuðningi milli foreldra í svipaðri aðstöðu
- Til þess að bjóða upp á faglega fjölskylduráðgjöf og viðtöl gegn lágmarksgjaldi
- Til þess að beita sér opinberlega fyrir úrbótum í vímuefnamálum ungmenna
Verndarengill Æskunnar
Undanfarin ár hefur Foreldrahús boðið „Verndarengill æskunnar“ til sölu, Hann er ekki hár í loftinu, aðeins 6 cm á hæð en þeim mun sveigjanlegri. Hægt er að hengja hann upp eða láta hana standa og t.d dansa á mælaborðinu í bílnum. Þessi fallega gjöf til styrktar samtakana fæst á skrifstofu okkar á Suðurlandsbraut 50
Samstarf
Samstarfsaðilar Foreldrahús eru Alsgáð æska, Heimili og skóli, SAFT, Hafnarfjarðabær, VÁ – VEST, félagsþjónusta og barnavernd Reykjavíkurborgar, barnaverndarstofa, Námsflokkar Reykjavíkur, Ljósið endurhæfin, skólar, heilsugæslustöðvar og önnur sveitafélög.
Náum áttum
Samtökin hafa fulltrúa í nefnd „Náum áttum“ (www.naumattum.is) sem er samstarfshópur um fræðslu- og forvarnir sem í sitja fulltrúar embættis landlæknis, félags fagfólks í frítímaþjónustu, FFF, IOGT á Íslandi, Heimilis og skóla, Þjóðkirkjunnar, Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, Barnaheilla og Umboðsmanns barna. Hópurinn stendur að vinnufundum og átta opnum fræðslufundum á ári.
Saman hópurinn
Vímulaus æska er þátttakandi í „SAMAN“ hópnum (www.samanhopurinn.is) sem vinnur að auglýsingum um forvarnir ætlaðar foreldrum á merkum tímamótum; verslunarmannahelgi, jól og áramót, o.s.frv.
Stjórnin
Foreldrahús eru félagasamtök og er stjórn samtakana skipuð fagfólki úr atvinnulífinu. Foreldrahús er rekið með styrkjum frá Velferðaráðuneytinu og Reykjavíkurborg ásamt styrki úr Lýðheilsusjóði. Öflun sér um að halda utanum safnanir fyrir Foreldrahús.
Sigríður Þrúður Stefánsdóttir, formaður
Guðlaug U. Þorsteinsdóttir, gjaldkeri
Sigrún Vatnsdal, meðstjórnandi
Þórunn S. Eiðsdóttir, ritari
Rafn Jónsson, varamaður
Helen Breiðfjörð, varamaður