Breytingar á stjórn

19.02.2021

Hér meðfylgjandi er mynd af fráfarandi stjórnarformanni Sigríði Þrúði Stefánsdóttur ásamt nýrri stjórn Foreldrahúss, en stjórnina skipa nú Guðlaug Unnur Þorsteinsdóttir, Steinunn Ketilsdóttir og Sighvatur Jónsson, og varamaður er Rafn Jónsson og undirrituð er einnig með á myndinni.

Í dag tek ég með miklu stolti sæti í stjórn Foreldrahúss sem hefur boðið upp á víðtæka þjónustu í 35 ár fyrir fjölskyldur barna og unglinga sem leiðast í fíkn og neyslu. Foreldrahús hefur unnið mikilvægt starf í þágu íslensks samfélags og af mikilli hógværð. Mitt verkefni verður meðal annars að vinna að því að gera félagið sýnilegra. Í félaginu starfa vímuefna- og fjölskyldufræðingar, listmeðferðafræðingur og uppeldis- og sálfræðiráðgjafi. Þetta verður mjög spennandi og göfugt verkefni og þakka ég innilega fyrir traustið.Steinunn Ketilsdóttir