Guðrún Ágústa Ágústsdóttir fjölskyldufræðingur hefur hafið störf hjá okkur í Foreldrahúsi

04.12.2019

Guðrún Ágústa Ágústsdóttir er með Mastersgráðu í uppeldis- og menntunarfræði frá Háskóla Íslands. Hún hefur einnig lokið sérnámi í Fjölskyldufræðum við Endurmenntun HÍ sem er tveggja ára nám á meistarastigi.

Guðrún er einnig fíkni- og forvarnarfræðingur. Auk þess hefur Guðrún sérhæft sig í NLP undirmeðvitundarfræði og Master NLP. Hún lauk einnig 1.stigi í Emotionally Focused Couple Therapy.

Sértakar áherslur: einstaklings, hjóna og paravinna, áföll, kvíði, þunglyndi, afleiðingar ofbeldis, áfengis og vímuefnavandi og unglingar í áhættuhópi áfengis og vímuefna.